Ámundi H. Loftsson

Ćviágrip

 

Ég er fćddur voriđ 1953. Ćvi mín er allviđburđarík ţó ekki sé hún lengri.  Ég hefđi sennilega veriđ talinn ofvirkur sem barn ef ţađ hugtak hefđi veriđ til í ţá daga. Fađir minn var Loftur Ámundason eldsmiđur, hann starfađi í Landsmiđjunni í fjörutíu ár. Móđir mín hét Ágústa Björnsdóttir.  Tvö eldri systkini mín eru Halla Lovísa f. 1943, kennari á Húsavík og Páll Gunnar f. 1949, járnsmiđur, trésmiđur og leikari búsettur á Ísafirđi.

Móđir mín vann úti allan minn uppvöxt, ţannig ađ heimiliđ var ekki alltaf  sá vettvangur og athvarf sem ég ţurfti á ađ halda.  Ég var uppátćkjasamur og vílađi ekki allt fyrir mér.

Níu ára var ég sendur í sveit til vandalausra og var svo á sveitaheimilum á sumrin út unglingsárin.  Sumariđ ţegar ég var 11 ára var ég í Hólum í Laxárdal í Suđur Ţing.  Ţar bjuggu mćđgin, Ţórlaug Hjálmarsdóttir og Hrafnkell Sigurđsson, ţau höfđu tvćr kýr og nokkuđ fjárbú.  Vistin hjá ţeim var afar góđ og var ég mikiđ viđ silungsveiđi í Laxá, sem ekki var leigđ út ţegar ţarna var komiđ.  Ég sló og rakađi töluverđan hluta af túninu á Farmal cub, sem var eina dráttarvélin á bćnum.  Heimiliđ var gestkvćmt og kom mikiđ af krökkum.

Haustiđ ţegar ég var 12 ára var mér neitađ af nýráđnum skólastjóra um skólavist í heimaskóla mínum í Kópavogi.  Honum ţótti ég erfiđur og gerđi ţađ léttasta, ađ losa sig viđ mig.  Móđir mín fékk inni fyrir mig í öđrum skóla í bćjarfélaginu.  Ţetta hafđi margvíslegar neikvćđar og niđurbrjótandi afleiđingar  fyrir mig.

Sumariđ eftir var ég á Bergi, sem byggt er út úr Sandi í Ađaldal, hjá Baldri Guđmundssyni og Huldu Ţórarinsdóttur sem ţar bjuggu ásamt Ţorsteini syni Baldurs.  Á Sandi bjuggu afkomendur Guđmundar Friđjónssonar skálds og var samgangur mikill milli bćjanna.  Vistin á Bergi var ágćt.  Ţar var stunduđ mikil veiđi og einhvern veginn varđ mađur fullgildur ţátttakandi í öllu, var einn á árabát, lagđi net og vitjađi um, var á dráttarvélinni viđ heyskap, eins syleders Deuts.

Nćsta sumar var ég svo aftur í Hólum í Laxárdal.  Var afar kćrt međ mér og Ţórlaugu alla tíđ.  Ég kom oft ađ Hólum eftir vist mína ţar.  Eftir ţetta vann ég um tíma á eyrinni.

Fermingarveturinn var ég í skóla vestur á Reykhólum, hjá séra Ţórarni Ţór. Ţađ var afbragđs karl.  Viđ vorum ţarna um tíu saman međ einhver hegđunarvandamál, ágćtir krakkar.  Veturinn eftir var ég í skóla á Steinsstöđum í Skagafirđi.  Ég kom alltaf nokkuđ vel út úr prófum.  Ţrátt fyrir allt flugiđ og ferđina fór fátt framhjá mér.  Ţarna held ég líka ađ einhver ró hafi veriđ byrjuđ ađ fćrast yfir pilt.

Sumrin ţarna á milli var ég vinnumađur hjá Lárusi Björnssyni í Grímstungu í Vatnsdal, syni Björns Eysteinssonar.  Björns saga Eysteinssonar er einhver sú magnađasta sem út hefur veriđ gefin á Íslandi.  Lárus er mér afar minnistćđur.  Fćddur foringi, heilsteyptur, ráđríkur en glettinn og bráskemmtilegur.  Hann var sú manngerđ sem mađur virđir og treystir án fyrirhafnar.

Fyrri part vetrar ´69 var ég svo í Gagnfrćđaskóla verknáms viđ Ármúla.  Ţar međ var skólagöngu minni lokiđ.

Ţá fór ég austur ađ Ásum Gnúpverjahrepp til Guđmundar föđurbróđur míns.  Ágúst sonur hans og frćndi minn var viđ nám í Svíţjóđ og komu starfskraftar mínir í góđar ţarfir.  Síđan var ég tvo vetur hjá Ađalsteini á Hćl í sömu sveit, syni Steinţórs Gestssonar međan hann var á Alţingi.

Sumariđ 1970 var á  Sandlćk hjá Lofti Loftssyni bróđur ömmu minnar.  Hann var međ skemmtilegri mönnum, nokkuđ kröfuharđur en alls ekki ósanngjarn. Í Skaftholti sömu sveit var ég eitt síđsumar, vann í áburđarverksmiđunni í Gufunesi tvisvar ađ vorlagi viđ áburđarafgreiđslu og útskipun.

Sumariđ 1971 var ég vinnumađur í Skálholti hjá Birni Erlendssyni bónda og svo hjá ţeim frćga manni Birni Jóhannssyni á Skriđufelli í Ţjórsárdal.  Björn var drengur góđur og einn fárra manna sem ég hef taliđ til minna tryggustu vina.  Ţá var ég líka um tíma í Búrfelli, međan á byggingu virkjunarinnar stóđ. Ţegar hér er komiđ sögu voru  böllin á suđurlandi sótt án svika og undanbragđa.  Ţetta var á miđju Mánatímabilinu og ball um hverja helgi.

Nú lá leiđin norđur í land.  Ég var hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Akureyri í tćp tvö ár viđ byggingu og viđgerđir á háspennulínum á svćđinu frá Akureyri austur á Langanes.  Í línuvinnunni kynntist ég mörgum ágćtum mönnum og held góđum kunningsskap viđ suma af ţeim ennţá.  Óđinn Valdimarsson var ţar á međal og eldađi oní mannskapinn. Ţetta er eina tímabil ćvinnar sem ég get sagt ađ ég hafi veriđ feitur, ţađ var kćrt međ okkur Óđni.

Seinni veturinn sem ég vann hjá Rarik veiktist ég illa af hettusótt og lá á spítalanum á Akureyri í tíu daga.  Ég var rúman mánuđ hjá Höllu systur minni austur í Ađaldal međan ég var ađ ná mér af ţessum veikindum.  Hún er gift Völundi syni Hermóđssyni í Árnesi, ţess er leiddi Laxárdeiluna.   Ég átti ţá mjög góđa vinkonu, Kristínu Sigurđardóttur.  Hún vann í eldhúsinu í Hafralćkjarskóla sem er steinsnar frá heimili Höllu.  Viđ Kristín eigum dóttur sem heitir Ađalheiđur og býr á Akureyri.

Sumrin ţarna á eftir var ég svo međ skurđgröfu fyrir Búnađarsamband Eyjafjarđar.  Fór um allar sveitir ađ grafa og hreinsa upp úr skurđum og lagfćra fyrir bćndur á nćr öllum bćjum, utan úr Ólafsfirđi inní innstu dali Eyjafjarđar.  Út Svalbarđströnd  til Grenivíkur, Hörgár og Öxnadal.  Á ţessum tíma var ég fyrir sunnan ađ vetrinum og vann ţá af og til á vélaverkstćđi. 

Veturinn1976 kynntist ég Guđrúnu Arnórsdóttur og vorum viđ saman í um tvö ár.  Hún var međ mér eitt sumar fyrir norđan ţegar ég var ađ grafa og vann hún ţá á skinnaverksmiđjunum.  Ţetta var međan enn var stundađur landbúnađur af krafti og bjartsýni.  Fór ég m.a. austur ađ Grímstöđum á Fjöllum og rćsti ţar fram tughektara mýrlendi.  Ţar var ţá veriđ ađ byggja fjárhús fyrir mörg hundruđ fjár.  Menn ćtluđu ađ framleiđa Hólsfjallahangiket.

Síđasta sumariđ sem ég var hjá búnađarsambandinu vann ég skemmtilegt verk.  Ţá gróf ég niđur fjórtán kílómetra vatnsveitulögn fyrir nokkra bćndur í Öxarfirđi.  Verkiđ tók tólf daga, ţađ lá vel á mönnum.  Ţarna kynntist ég ţeim einstaka manni Birni Benediktssyni í Sandfellshaga sem átti stćrstan ţátt í ađ koma laxeldinu Silfurstjörnunni á laggirnar.  Urđum viđ Björn góđir vinir. 

Viđ Guđrún eignuđumst einn son sem heitir Loftur og býr í Reykjavík.  Viđ bjuggum á Norđfirđi um tíma og ţar hófst sjómennska mín.  Ţar dróst ég inní furđulega deilu sem spannst útaf lítilsháttar viđbót sem fyrri eigandi íbúđar sem ég festi kaup á hafđi ásamt öđrum eiganda ađ húsinu byggt viđ hana.  Hafđi ţetta ađ vísu veriđ gert í leyfisleysi.  Styrinn stóđ milli međeigandans, Péturs Óskarssonar og Loga Kristjánssonar bćjarstjóra. Ţróađist deila ţessi útí hreina illsku.  Gissur Sigurđsson var ţá fréttamađur á Dagblađinu og flutti daglega fréttir af átökunum.  Nokkru eftir ţetta slitnađi uppúr sambandi okkar Guđrúnar. 

Skömmu síđar kynntist ég svo sambýliskonu minni Unni Garđarsdóttur og flyt norđur í Ţingeyjarsýslu.  Ţetta sumar var ég aftur međ gröfuna og fór ţá austur á Langanes og Ţistilfjörđ ađ vinna.  Ţađ rigndi uppstyttulaust ţetta sumar og var ţetta mikiđ slark.  Ţarna kynntist ég ágćtu fólki.  Var um tíma á Sauđanesi hjá Ágústi Guđröđarsyni og á Gunnarstöđum í Ţystilfirđi hjá brćđrunum Óla og Gunnari Halldórssonum, einhverjum mestu sögu og kvćđamönnum sem orđiđ hafa á vegi mínum. 

Eftir ţetta er ég svo mest á sjó,  á togurum frá Hafnarfirđi, Reykjavík og á Má frá Ólafsvík.  Sigurđur Pétursson síđar kallađur ísmađurinn á Grćnlandi var ţar skipstjóri, eftirminnilegur og annáluđ aflakló.  Á nótaskipum var ég um tíma frá Norđfirđi og Eskifirđi, á bćđi síld og lođnu.  Síđast um tvö ár á frystitogara á Siglufirđi. Ég hćtti á sjó 1986.  Á ţessum tíma vann ég einnig um tíma viđ byggingu sultartangastíflu og viđ samsetningu á háspennulínumöstrum í Hrauneyjafosslínu. 

Viđ Unnur eigum fimm börn, Ágúst Ţór, Huldu Lovísu, Brynjar Rafn, Auđi Lilju og Erlu Rún.  Viđ tókum viđ búi föđur hennar ţegar kvótanum hafđi veriđ komiđ á.  Er búskaparsaga okkar mörgum kunn.   Varđ viđureign mín og yfir hundrađ annarra  bćnda viđ landbúnađarkerfiđ alláberandi.  Ţá kynntist ég afbragđs fólki um allt land og held tryggđ viđ margt af ţví enn.

Ţarna kviknađi áhugi minn á stjórnarskránni og fékk ţessi félagskapur okkar bćndanna prófessor Sigurđ Líndal til ađ gera athugun á ţví hvernig kvótakerfiđ kemur heim og saman viđ stjórnarskrána.  Ritgerđ hans er ýtarleg ţar sem kvótakerfiđ fćr algera falleinkunn. Meginniđurstađa Sigurđar er sú ađ Alţingi valdi vart ţví meginhlutverki sínu ađ setja landsmönnum lög.  Ţetta er bein tilvitnun.

Kári Ţorgrímsson bóndi í Garđi í Mývatnssveit var í hópi ţessara bćnda.  Fór ég međ honum í Kolaportiđ ađ selja lambaketiđ hér um áriđ.  Ţađ var skemmtilegt uppátćki og hristi upp í umrćđunni um landbúnađinn. Einnig var ágćtur vinskapur međ okkur  Ţorgrími Starra föđur Kára.

Ţetta búskapardćmi gekk ekki upp og urđum viđ frá ađ hverfa.  Sá ósigur var sár.  Lífiđ í sveitunum hefur ţróast ţannig ađ mér er í raun í ţví lítil eftirsjá.  Kvótinn eitrađi samfélag sveitanna. Viđ Unnur vorum á Akureyri í eitt ár og fluttum suđur voriđ1998.  Síđan hef ég veriđ í allskyns vinnu á eigin vegum, löngum einsamall.  Ekki svo ađ skilja ađ ég sé ómannblendinn, heldur hitt ađ ţađ hentar mér vel ađ vinna einn.  Ég á fjölda ágćtra kunningja og prýđisgóđan vinahóp.

Um afskipti mín af félagsmálum er ekki margt ađ segja. Ég var félagi í Sjálfstćđisflokknum frá 1979 og fram á níunda áratuginn.  Áriđ 1988 stóđ ég ađ stofnun Rastar sem var um nokkurra ára bil virkur félagskapur um hundrađ bćnda undir minni forystu.  Félagiđ andćfđi m.a. gerrćđislegum stjórnarháttum í landbúnađi ţegar kvótakerfinu var komiđ á.

Ég gekk í Frjálslynda flokkinn nokkrum árum eftir stofnun hans en sagđi skiliđ viđ hann aftur m.a. vegna afstöđu áberandi manna í flokknum í garđ innflytjenda.  Ég gekk svo í Vinstri Grćna fyrir um tveim árum.  Ţar hef ég m.a. reynt ađ vera virkur međ ţeim sem taka vilja af myndugleika á málum hinna skuldugu. 

Ábyrgđarmađur skv. Ţjóđskrá: Ámundi Hjálmar Loftsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband